Karlmaður lést í banaslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða í gærkvöldi. Frá þessu greinir mbl.is en slysið átti sér stað um níuleytið. Talið er að maðurinn hafi misst stjórn á bílnum en féll niður þar sem áður var athafnasvæði Hringrásar. Var maðurinn látinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.