fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fréttir

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. september 2025 13:00

Einar Bárðarson tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá SVEIT í júní.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir framsetningu frétta um dagsektir félagsins í gær sérstakar. Hið rétta sé að SVEIT þurfi að greiða dagsektir eftir tvær vikur ef ákveðin gögn verða ekki afhent.

Gögnin tilbúin

Samkeppniseftirlitið tók þann 11. júní síðastliðinn ákvörðun um að leggja dagsektir á SVEIT (Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði) vegna brota á lagaskyldu til að afhenda eftirlitinu gögn. Skyldu dagsektirnar nema 1 milljón króna á dag.

SVEIT kærði þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Var krafan byggð á því að Samkeppniseftirlitið hefði ekki heimild til að rannsakað ætluð samráðsbrot og að beiðnin hefði verið of umfangsmikil. Áfrýjunarnefndin staðfesti hins vegar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og skal SVEIT greiða 1 milljón á dag ef gögnin hafa ekki borist 6. október næstkomandi.

Einar Bárðarson ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Gögnin eru tilbúin og þau verða afhent,“ sagði Einar í þættinum.

Ekki aðgang að samningaborðinu

Þá svaraði hann einnig gagnrýni stéttarfélagsins Eflingar, það er að Virðing væri svokallað „gult stéttarfélag“, það er stéttarfélag sem stjórnað sé af atvinnurekendum.

„Varðandi athugasemdir Eflingar við stéttarfélagið Virðingu, sem þau kalla gult stéttarfélag, þá er það þannig að Samtök atvinnulífsins og Efling hafa gert með sér samninga um kaup og kjör Eflingarfólks. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, eru ekki í SA og hafa ekki aðgang að því samningaborði. Þannig að það er flókin staða fyrir okkur en ef fólk er í Eflingu þá er borgað samkvæmt þeim töxtum,“ sagði Einar.

Sambærilegur MATÍS samningi

SVEIT sé hins vegar með samning við Virðingu og að hann sé mjög sambærilegur þeim sem MATÍS, það er faglærðir, gerðu við SA. Þar sé gerð meiri áhersla á að hækka dagvinnuna en minni hækkun á helgar og kvöldtaxta.

„Það vita það allir að óánægt starfsfólk er ekki veitingageiranum til hagsbóta. Það er starfsfólkið sem mætir viðskiptavinunum oftar heldur en eigandinn,“ sagði Einar.

Einar sagði að ef mun hærri laun væru greidd fyrir þá sem vinna um kvöld og helgar þá skekki það myndina fyrir fólk sem vilji hafa þetta að aðalstarfi. Til að mynda einstæðir foreldrar og aðrir sem hafa ekki aðstöðu til að vinna um helgar og kvöld.

„Við þurfum að hafa tíma fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði Einar.

Undarlegt að Efling hafni samtali

Sagði hann að frá því að SVEIT hafi verið stofnað hafi Efling ekki vilja ræða við félagið. Það sé undarlegt þar sem um 27 prósent af 3 milljarða tekjum Eflingar komi úr hótel og veitingageiranum. Það er tæplega 1 milljarður.

„Það er því sérstök staða að fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur um að menn séu að standa að einhverju ólöglegu, dónaskap eða svívirðingum gagnvart launafólki á Íslandi. Sem er alls ekki,“ sagði Einar. „Ég tók við sem framkvæmdastjóri í júní og hef ekki náð samtali við fulltrúa Virðingar en er samt sakaður um að stýra því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppgangur á snyrtistofumarkaðnum í Reykjavík á sér myrkar hliðar

Uppgangur á snyrtistofumarkaðnum í Reykjavík á sér myrkar hliðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar græða minnst á að mennta sig – Launin hækka um þetta mikið við háskólagráðuna

Íslendingar græða minnst á að mennta sig – Launin hækka um þetta mikið við háskólagráðuna
Fréttir
Í gær

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu
Fréttir
Í gær

Fundu sex kíló af kókaíni – Þrír í gæsluvarðhaldi

Fundu sex kíló af kókaíni – Þrír í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Hinn grunaði hafði lítil sem engin tengsl við drenginn

Hafnarfjarðarmálið: Hinn grunaði hafði lítil sem engin tengsl við drenginn