fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn: 83-116 þúsund kr. á mánuði“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. september 2025 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á mikið óréttlæti í íslensku velferðarkerfi. Fólki sé mismunað eftir því í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. Þeir sem greiða í verkamannasjóðina Festa, Gildi, Stapa og Lífeyrissjóð verslunarmanna fá minna til baka en þeir sem greiða í sjóði á borð við Frjálsa lífeyrissjóðinn, LSR og Lífsverk. Munurinn geti numið allt að 25 milljónum yfir meðalævi eftir 67 ára aldur.

Vilhjálmur vekur athygli á þessu á Facebook en hann skoðaði muninn í gegnum reiknivél Aurbjargar.

„Aurbjörg staðfestir: Verkamenn borga sama iðgjald – en fá tugmilljónum minna í lífeyri. Á sama tíma hafa sjóðir með litla örorkubyrði fengið milljarða úr ríkissjóði.
Samkvæmt Aurbjörgu, miðað við 24 ára einstakling sem greiðir iðgjöld af 750.000 kr. mánaðarlaunum frá 24 ára aldri til 67 ára, er munurinn skýr:
Efstu sjóðir – Frjálsi, LSR (jöfn) og Lífsverk (samtrygging) – skila að meðaltali 630 þúsund kr. í mánaðarleg lífeyrisréttindi.
Verkamannasjóðirnir – Festa, Gildi, Stapi og LSV – skila aðeins 514–547 þúsund kr.
Munurinn: 83–116 þúsund kr. á mánuði, eða 18–25 milljónir króna yfir meðalævi eftir 67 ára aldur.
Ástæðan er augljós: örorkubyrðin er margfalt meiri í verkamannasjóðunum. Þetta er miskunnarlegt óréttlæti sem Auðbjörg staðfestir svart á hvítu.“

Vilhjálmur bendir á að á sama tíma liggi fyrir að þrír efstu sjóðirnir hafa fengið milljarða úr ríkissjóði í gegnum framlag til jöfnunar á örorkubyrði, og það þrátt fyrir að vera sjóðir sem samkvæmt tilgangi reglugerðar áttu ekki á fá eina krónu. Nú standi til að afnema framlagið til jöfnunar með öllu sem muni auka þetta óréttlæti enn frekar. En á sama tíma og þetta óréttlæti er staðfest, liggur fyrir að þessir þrír sjóðir í efstu sætum hafa fengið marga milljarða úr ríkissjóði í gegnum framlag til jöfnunar á örorkubyrði. Þetta eru sjóðir sem, samkvæmt tilgangi reglugerðarinnar, áttu aldrei að fá eina krónu.
Og nú á að afnema framlagið til jöfnunar alfarið – sem mun þýða að munurinn á milli verkamannasjóða og annarra mun aukast enn frekar.

„Hvar er Alþingi í þessari umræðu? Annað eins óréttlæti hefur ekki sést í íslensku velferðarkerfi.
Auðbjörg, sem heldur utan um samanburð á hinum ýmsu þáttum íslensks samfélags, staðfestir með óyggjandi hætti allt sem bent hefur verið á í þessum málum: verkafólk er svikið af kerfinu sem átti að tryggja samtryggingu.
Þetta er ekki samtrygging. Þetta er svik gagnvart íslensku verkafólki.“

Vilhjálmur hefur harðlega gagnrýnt þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að afnema framlag til jöfnunar á örorkubyrði enda liggi fyrir að það eru einkum verkamenn sem eru metnir með örorku fyrir lífeyrisaldur og því endi þessi byrði helst hjá lífeyrissjóðum verkamanna sem bitni á lífeyrisréttindum allra sjóðsfélaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessum manni

Lögreglan leitar að þessum manni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talibanar sleppa eldri breskum hjónum – Eiginmaðurinn var hlekkjaður og barinn

Talibanar sleppa eldri breskum hjónum – Eiginmaðurinn var hlekkjaður og barinn