fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Starfsmaður stal ómetanlegu armbandi faraós – Endaði í bræðslupottinum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. september 2025 18:30

Amenemope sem var uppi fyrir um 3 þúsund árum síðan átti armbandið. Myndir/Ráðuneyti ferðamennsku og fornmuna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður safns í Egyptalandi stal ómetanlegu armbandi frá fornöld. Ekki nóg með það þá var armbandið brætt og eyðilagt.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

Armbandinu var stolið þann 9. september af Egypska safninu í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Var það sérfræðingur í varðveislu og björgun fornminja sem stal því.

Armbandið var um 3 þúsund ára gamalt, í eigu konungsins Amenemope sem ríkti í Egyptalandi árin 1001 til 992 fyrir Krist.

Talið er að sérfræðingurinn fingralangi hafi haft samband við silfursmið sem seldi armbandið til gullsmiðs sem seldi það áfram til starfsmanns gullvinnslu sem bræddi það og blandaði saman við aðra gripi. Verðið sem þjófurinn fékk fyrir þýfið var um 4 þúsund dollarar, eða tæplega hálf milljón króna, langt undir verðmæti gripsins.

Að sögn egypska ráðuneytis ferðamennsku og fornaldarmuna þá hafa allir þeir fjórir sem komu að þjófnaðinum verið handteknir og játað glæpinn.

Áður en málið komst upp og ljóst var að armbandið var horfið ofan í bræðsluofn hafði verið lýst eftir því á flugvöllum, við hafnir og landamærastöðvar Egyptalands til að reyna að hindra að munurinn kæmist úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“