fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Hjónin sem urðu fyrir fordómum í Keflavík stækka við sig – „Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. september 2025 09:00

Lava Sweets mun stækka. Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón sem flúðu frá Palestínu og opnuðu matarvagn í Keflavík og urðu fyrir fordómum eru nú að stækka við sig. Sælgætisvagninn Lava Sweets verður að veitingastað.

„Litla ferðalagið okkar heldur áfram að vaxa! Við byrjuðum á aðeins litlum matarvagn, og nú erum við að gera okkur tilbúin fyrir stærra rými þar sem við getum öll safnast saman,“ segir Dia A Albarq, flóttamaður frá Palestínu sem opnaði vagninn Lava Sweets fyrir um ári síðan.

Eins og DV greindi frá í lok ágúst þá hafa hjónin Diaa og Farah mátt þola árásir á netinu, meðal annars ósannar fullyrðingar í íbúagrúbbum um slæma umhirðu við vagninn. Einnig að staðurinn væri byrjaður að líta út eins og „Harlem“ og að vagninn þyrfti að fara. En í vagninum selur Diaa kökur, sælgæti og drykki.

Sjá einnig:

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Hafa margir lýst yfir stuðningi við hjónin eftir að málið kom upp og núna eru þau að stækka við sig eins og kemur fram í færslu á samfélagsmiðlum.

„Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt. Þess vegna myndum við elska að heyra frá þér: hvernig andrúmsloft eða góðgæti myndi láta þér líða eins og þú sért heima hér?“ spyr Diaa. „Hvert skref hefur verið innihaldsríkara með þér við hliðina á okkur, og í desember munum við loksins opna dyrnar til að skapa okkar allra fyrstu minningar saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“
Fréttir
Í gær

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”