fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Rifbeinsbrotin og með heyrnartap eftir hrottalega nauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. september 2025 13:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttað verður á næstu dögum yfir manni sem ákærður er vegna nauðgunar vorið 2023.

Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara átti brotið sér stað mánudagsmorguninn 10. apríl árið 2023 á þáverandi heimili hins ákærða í Reykjavík. Maðurinn er sakaður um að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft önnur kynferðismök en samræði við konu. Er hann sagður hafa ýtt henni á hnén, slegið hana endurtekið í andlitið og víðsvegar um líkama hennar, tekið hana endurtekið hálstaki og lagt kodda yfir andlit hennar svo hún átti erfitt með andardrátt. Er hann sagður hafa stungið fingrum sínum í leggöng hennar, þrýst hné sínu á ofanverða bringu hennar og haft sáðlát yfir andlit hennar.

Af árásinni hlaut konan yfirborðsáverka á höfði, eymsli á vinstri kjálka, tognun og ofreynslu á hálshrygg, tognun og ofreynslu á axlarlið, tognun og ofreynslu á aðra og ótilgreinda hluta lendahryggs og mjaðmagrindar, heyrnartap og rifbrot.

Af hálfu konunnar er gerð krafa um 3,5 milljónir í miskabætur.

Aðalmeðferð, þ.e. réttarhöld í málinu, verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 11. september og er þinghald lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Róbert Marshall ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra

Róbert Marshall ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Allt á suðupunkti eftir Kastljósið í gær: „Ég er gjörsamlega orðlaus“ – „Þetta er bara byrjunin“

Allt á suðupunkti eftir Kastljósið í gær: „Ég er gjörsamlega orðlaus“ – „Þetta er bara byrjunin“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að brjóta gegn barni frá tveggja til fimm ára aldurs

Ákærður fyrir að brjóta gegn barni frá tveggja til fimm ára aldurs
Fréttir
Í gær

Faðir Elfars stígur fram: „Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt“

Faðir Elfars stígur fram: „Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt“
Fréttir
Í gær

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“
Fréttir
Í gær

Yfir 600 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í gærkvöldi

Yfir 600 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Play segir upp 20 starfs­mönn­um

Play segir upp 20 starfs­mönn­um