fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. september 2025 08:00

Frá Benidorm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og fjögurra ára gömul bresk kona er í haldi lögregluyfirvalda á Benedorm grunuð um að hafa myrt vinkonu sína og samlöndu, sem var tveimur árum eldri, aðfaranótt fimmtudags. Í umfjöllun Daily Mail um málið kemur fram að harmleikurinn hafi átt sér stað  í húsi á svæði sem nefnist Little England á sumarleyfisstaðnum en ástæðan er sú að það nýtur mikilla vinsælda meðal breskra lífeyrisþega og túrista.

Rifrildi á að hafa brotist út meðal kvennanna þar sem sú yngri var í heimsókn við þriðja mann og það hafi endað með því að sú yngri kyrkti þá eldri með rafmagnssnúru af ryksugu. Var rafmagnssnúran enn föst utan um háls fórnarlambsins þegar lögreglu bar að garði. Í umfjöllun um málið segir að hin yngri hafi játað morðið á sig þegar í stað. Þriðja konan, sem ekki er vitað hvers lensk var né aldur hennar, er sögð hafa orðið vitni af harmleiknum og hringt í neyðarlínuna þegar ljóst var í hvað stefndi.

Ekki liggur fyrir hver tengsl kvennanna voru, hversu náin vinskapurinn var né hversu lengi þær höfðu dvalið ytra.  Fyrir utan húsið hafi staðið tvær rafmagnsskútur sem vinsælar eru meðal lífeyrisþega ytra og konurnar hafi að öllum líkindum notað til að komast leiða sinna.

Málið er í rannsókn ytra og og má búast við því að hinn meinti gerandi verði í gæsluvarðhaldi þar til ákæra verður gefin út.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“