fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

The Ultimate Eagles koma til Íslands í fyrsta skipti

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. september 2025 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Ultimate Eagles koma til Íslands í fyrsta skipti og munu halda tónleika í Hörpu 21. febrúar á næsta ári. The Ultimate Eagles er almennt talin fremsta tónleikasýning heims til heiðurs Eagles.

The Ultimate Eagles hafa spilað frammi fyrir meira en milljón manns á heimsvísu með vel heppnuðum tónleikaferðalögum á Norðurlöndunum sem og víðar í Evrópu auk Ástralíu og á Nýja Sjálandi. The Ultimate Eagles eru orðnir stórt og sjálfstætt nafn, virtir og vel metnir af tónlistariðnaðinum og elskaðir af gríðarlega stórum aðdáendahópi.

Hljómsveitin samanstendur af fimm heimsklassa tónlistarmönnum sem hafa spilað á tónlistarhátíðum og deilt sviðinu með tónlistarmönnum eins og Queen, Status Quo, Roger Daltrey, Lulu, Van Morrison, Cliff Richard, Joe Cocker, Stevie Wonder, Paul McCartney, Ringo Starr og að sjálfsögðu sjálfum Eagles.

Á heimsvísu eru þeir taldir hinir bestu í heiðursflutningi á tónlist Eagles. Hljómsveitin flytur klassísk lög frá öllum hljómplötum og öllum tímabilum og má þar nefna fræg lög eins og Hotel California, Life in the Fast Lane, Take it Easy, Lyin’ Eyes, Desperado, Take It To The Limit, Peaceful Easy Feeling og fleiri.

The Ultimate Eagles tónleikarnir koma í kjölfarið á öðrum tónleikaviðburðum sem breska fyrirtækið Jamboree Entertainment hafa komið með til landsins. Í lok mánaðarins munu íslenskir áhorfendur geta notið kántrítónleikana A Country Night in Nashville þann 27. september og daginn eftir verða tvær sýningar á Mania: The ABBA Tribute en allar þrjár sýningarnar verða í Hörpu. Í september sl. kom fyrirtækið með Emilio Santoro sem Elvis í fyrsta skipti til Íslands í kjölfarið á sigri hans í The Ultimate Elvis Tribute Contest 2024.

James Cundall eigandi Jamboree Entertainment segir að fyrirtækið vilji setja sér það markmið að koma með alþjóðlega tónlistarviðburði af hæstu gráðu til Íslands og er spenntur að undirbúa fleiri slíka viðburði í Hörpu á næsta ári sem verða kynntir á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Í gær

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
Fréttir
Í gær

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi