fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. september 2025 09:22

Dr. Helgi Páll Helgason. Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjallgögn hafa ráðið dr. Helga Pál Helgason til starfa sem teymisstjóra gervigreindar hjá fyrirtækinu. Helgi Páll hefur lengi verið meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði gervigreindar og hefur áratugareynslu úr hugbúnaðar- og fjártækniiðnaði eins og segir í fréttatilkynningu.

Helgi Páll lauk doktorsprófi í almennri gervigreind fyrstur Íslendinga frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013 og þar áður BSc- og MSc-gráðum í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfaði síðast sem deildarstjóri gervigreindar hjá Apró, en var þar áður hjá Travelshift, Activity Stream, Verifone og Kaupþingi.

Helgi Páll: ,,Ögrandi tækifæri”

,,Það er ögrandi tækifæri að vera treyst til þess að leiða uppbyggingu Snjallgagna á sviði gervigreindar. Það er skemmtileg upplifun að starfa í metnaðarfullu fyrirtæki sem hefur þá framtíðarsýn að gera Ísland að leiðandi vettvangi í hagnýtri gervigreind. Það er alvöru áskorun að nýta hérna fræðilegan styrk, nýsköpunaranda og vönduð vinnubrögð til að smíða alþjóðlega samkeppnishæfar hugbúnaðarlausnir,“ segir Helgi Páll.

Stefán Baxter: ,,Tímamót fyrir Snjallgögn”

,,Ráðning Helga Páls markar tímamót fyrir Snjallgögn. Andrúmsloftið er spennandi, enda erum við núna að breyta fyrirtækinu í takti við nýjustu vendingar í faginu. Næst ætlum við okkur að breyta íslensku atvinnulífi,” segir Stefán Baxter, forstjóri Snjallgagna.

Um Snjallgögn

Fjórtán manns starfa hjá Snjallgögnum samkvæmt tilkynningunni. Félagið þróar fjölbreyttar gervigreindarlausnir og meðal viðskiptavina eru Arctic Adventures, Blue Car Rental, Bónus, Brimborg, Elko, Nova og Skatturinn. Fjárfestar að baki Snjallgagna eru Founders Ventures, MGMT Ventures, Tennin, Icelandic Venture Studio og Bright Ventures.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Í gær

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
Fréttir
Í gær

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi