fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. september 2025 16:00

Austurvöllur. Mynd: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært sjö menn fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Austurvelli í Reykjavík, aðfaranótt sunnudagsins 21. ágúst 2022.

Eru þeir ákærðir fyrir að hafa ráðist á mann í kjölfar þess að hann kom öðrum árásarþola til varnar eftir að einn af mönnunum hafði ráðist á hann.

Eru þeir sagðir hafa slegið brotaþola nokkur högg í höfuð og búk, sparkað tvívegis í afturhluta hans og tekið hann hálstaki, og eftir að hann féll í jörðina, slegið og sparkað margendurtekið í höfuð hans og búk.

Brotaþoli hlaut mélbrot í vinstra kinnbeini, mar yfir vinstra kinnbeini og báðum gagnaugum, skynskerðingu og dofa á vinstri kinn og áfallastreituröskun.

Einn af mönnunum er síðan ákærður fyrir árásina þar sem ofannefndur brotaþoli reyndi að koma til hjálpar. Hlaut brotaþolinn í þeirri árás heldur vægari áverka en sá fyrrnefndi, en þó tvo skurði við vinstri augabrún og væga bólgu yfir vinstra kinnbeini, meðal annars.

Fyrrnefndi brotaþolinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur og 47.000 króna í skaðabætur. Síðarnefndi brotaþolinn krefst 700 þúsund króna í miskabætur.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 25. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri