fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Faðir Elfars stígur fram: „Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt og hvorki hann né neinn annar úr sveitarstjórninni hafa haft samband við Elfar Þór og beðið hann afsökunar eða tekið á sig sök í þessu máli,“ segir Helgi Hafsteinsson, en sonur hans, Elfar Þór, varð fyrir því í vor að tveir hundar hans voru aflífaðir í kjölfar þess að þeir sluppu út úr hjólhýsi og voru grunaðir um að hafa bitið lamb til bana Víkurkletta í Mýrdalshreppi, nokkuð sem er með öllu ósannað.

Sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, fyrirskipaði að hundarnir skyldu aflífaðir þegar í stað. Elfari Þór var gert viðvart um þessa ákvörðun og var hann viðstaddur er hundarnir voru teknir af lífi.

Sjá einnig: Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi síðan úr gildi ákvörðun sveitarstjórans um að hundar Elfars skyldu aflífaðir. Taldi nefndin sveitarstjórann ekki hafa gætt rannsóknarskyldu, meðalhófs og andmælaréttar Elfars, auk þess sem leiðbeiningum til hans hefði verið verulega ábótavant. Í úrskurðinum segir:

„Er því um slíka annmarka á máls­meðferð hinnar kærðu ákvörðunar að ræða sem leiða eigi til ógildingar hennar, enda ekki loku fyrir það skotið að ákvörðunin snerti lögvarða hagsmuni kæranda þótt aflífun hundanna sé þegar afstaðin.“

Sjá einnig: Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum

Eflar Þór leitar nú réttar síns í málinu og er lögfræðingur hans að semja kröfugerð á hendur sveitarfélginu. Helgi Hafsteinsson, faðir Elfars, aðstoðar hann við að ná fram rétti sínum en hann birti pistil um málið í Hundaspjallinu á Facebook. Segir Helgi að hvorki sveitarstjórinn né aðrir úr sveitarstjórninni hafi beðið Elfar afsökunar á vinnubrögðunum né gengist við sök í málinu. Helgi segir að athugun sín hafi leitt í ljós að reglugerðir sumra sveitarfélaga um gæludýrahald stangist á við dýraverndarlög og stjórnsýslulög. Helga hafa ekki borist svör frá viðeigandi ráðuneytum við fyrirspurnum sínum um málið frá því snemma í sumar.

Pistillinn er eftirfarandi:

„Ég er faðir Elfars Þórs, eiganda Kols og Korku sem voru aflífaðir í Vík í Mýrdal í maí síðastliðnum.

Ég veit að margir eru að bíða eftir því að fá að vita, hver staðan er á því máli núna.

Ég frábið mér þess að fá spurningar frá fólki, af hverju þetta gerðist og hvað sonur minn gerði rangt, það er bara þannig að það eru ekki allir fullkomnir og stundum getur verið ástæða fyrir því. Það sem við erum að einblína á núna er ofbeldi og lögbrot sveitarstjóra, þar sem að hann notaði meðal annars lögreglu til að beita ofbeldinu.

Lögfræðingur Elfars er að ljúka við að semja kröfugerð á hendur sveitarfélaginu, en það er sveitarfélagið sem ber ábyrgð á verkum sveitarstjóra og þarf því fyrst að senda þeim kröfugerð. Þetta tekur tíma og þarf að vinnast á réttan hátt. Annað en skyndiákvörðun sveitarstjóra.

Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt og hvorki hann né neinn annar úr sveitarstjórninni hafa haft samband við Elfar Þór og beðið hann afsökunar eða tekið á sig sök í þessu máli. Aðfarir sveitastjórans minna mig á einræðistilburði stríðsherra í útlöndum, sem er alveg sama hvernig ástandið er hjá öðrum, þeir segjast bara vera að hugsa um sitt fólk og eru alveg sama um aðra hópa og ráðist á þá sem eiga hunda, til þess að verja sauðfjáreigendur.

Það virðist ekki vera til neinir aðilar, sem hafa eftirlit með lögum og gjörðum sveitarfélaga og að reglugerðir þeirra séu samræmdar og stangist ekki á við landslög.

Einnig er ég hugsi, yfir þeirri staðreynd, að ef embættismaður geti níðst á eignum einstaklinga þessa lands, að einstaklingurinn þurfti sjálfur að fara í mál við hann, en ef að Pétur og Páll út í bæ, gerir slíkt hið sama, er réttarkerfið fljótt að bregðast við og ákæra fyrir brot.

Ég sendi ósk um fund til Iðnaðarráðuneytisins í lok mai og fékk svar í lok júní að þeir sæju ekki um reglugerð um velferð dýra, það væri Atvinnuvegaráðuneytið. Ég sendi beiðni um fund á þá og einnig svaraði ég Innviðaráðuneytinu um að ég væri að óska eftir fundi varðandi reglur sveitarfélaga um gæludýrahald og eftirliti ráðuneytisins þegar starfsmenn sveitarfélaga brytu landslög. Með mér á þennan fund var ég búin að bjóða fulltrúa frá félagi ábyrgra hundaeigenda og frá Dýraverndunarsambandi Íslands. Ég er ennþá að bíða eftir svari frá báðum ráðuneytunum, en eftir skoðun mína á nokkrum sveitarfélaga reglugerðum, stangast þau á við dýraverndarlög og stjórnsýslulög og eru á mörgum stöðum eins og úr fornöld og að hunda og kattaeigendur séu mjög jaðarsettir hópar sem er auðvelt að traðka og brjóta á. Það þarf að taka þessar reglugerðir sveitarfélaga og samræma og laga.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sóley spyr hvort faraldur sé í uppsiglingu: „Fólk ber vandann sjaldnast með sér“

Sóley spyr hvort faraldur sé í uppsiglingu: „Fólk ber vandann sjaldnast með sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“