fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Enskir nýnasistar máluðu danska fánann á götuna – „Þvílíkir hálfvitar“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 1. september 2025 06:00

Mennirnir hafa greinilega ekki fengið mikla landafræðikennslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir enskir nýnasistar í bænum Bentley í Miðlöndunum uppskáru lítið annað en hlátrasköll þegar þeir máluðu danska fánann á götu úti. Gert var stólpagrín að þeim á samfélagsmiðlum.

Í sumar hafa hægri öfgamenn í Bretlandi ítrekað málað enska fánann á götur, veggi, ljósastaura og fleiri opinbera og sýnilega staði. Kallast aðgerðin „Operation Raise the Colours“ og kalla gerendurnir sig „Patriots“, það er föðurlandsvini.

Í blaðinu Metro er greint frá tveimur ansi misheppnuðum nýnasistum, með fánalambhúshettur, sem máluðu götu í Bentley um helgina. En í stað enska fánans, það er kross heilags Georgs, þá máluðu þeir þann danska, Dannebrog. Sem er litalega séð öfugur við þann enska.

„Víkingarnir eru að koma!“ sagði einn netverji og bætti við trúðatjákni í færslu sinni.

„Svo stoltir að þeir þora ekki einu sinni að sína á sér andlitið. Rjómi Bretlands,“ sagði annar.

Enn annar benti á að þetta væru skemmdarverk og að þau hefðu afleiðingar.

„Það verða skattpeningarnir okkar sem verða notaðir til að þrífa þetta upp. Hver er tilgangurinn? Þvílíkir hálfvitar,“ sagði hann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Í gær

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp