fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 1. september 2025 10:30

Hinn breski ferðamaður er gáttaður á umferðinni á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur ferðamaður sem lauk nýlega tveggja vikna ferðalagi um Ísland segist gáttaður á slæmri umferðarmenningu á Íslandi. Íslendingar séu óagaðir ökumenn sem brjóti margar reglur og sýni litla tillitssemi.

„Ég átti ótrúlegar tvær vikur á Íslandi en eitthvað sem ég heyri ekki talað um er lélegur akstur hérna,“ segir ferðamaðurinn, gáttaður á íslenskri umferðarmenningu, í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit.

Fjórar syndir íslenskra ökumanna

Nefnir hann fjóra hluti sem honum finnst helst að íslenskri umferð.

„Mjög fáir ökumenn keyra á löglegum hraða, eiginlega eru það aðeins ökumenn stórra húsbíla sem gera það,“ segir hann.

„Framúrakstur (verulega yfir löglegum hámarkshraða) er venjan og er gerður á hættulegan hátt í sífellu, í beygjum, þegar umferð er að koma úr gagnstæðri átt og í slæmu skyggni,“ er annar punkturinn.

„Agi á akreinum er lélegur sem þýðir að bílar úr gagnstæðri átt sveigja reglulega inn á manns eigin akrein á mjög miklum hraða,“ sá þriðji.

Þá nefnir hann að slæmur akstur sé ekki eingöngu á þjóðvegum á landsbyggðinni heldur einnig í umferðinni í Reykjavík.

„Á stærri vegum í Reykjavík víkja ekki allir fyrir þegar umferð er að sameinast,“ segir hann. En það sama eigi við víða á landsbyggðinni. „Enginn vinkar þegar þú víkur fyrir þeim, til dæmis á einbreiðum brúm eða á þröngum götum. Helvíti dónalegt!“ segir hann.

Íslendingar þekki aðstæður

Hafa um þetta skapast miklar umræður. Eru sumir sammála hinum breska ferðamanni að umferðarmenning sé slæm á Íslandi.

Einn Íslendingur nefnir að íslenskir ökumenn séu í sífelldum flýti. „Þeir þekkja aðstæður á vegunum og vita hvar mælt er fyrir hraðakstri þannig að þeir víla það ekki fyrir sér að keyra 10 kílómetrum á klukkustund yfir hámarkshraðanum og taka fram úr ef þú dirfist að loka fyrir útsýni þeirra yfir næstu 200 metra af auðum vegi,“ segir hann.

Lág dánartíðni

Annar bendir á að tölfræðin segi sína sögu varðandi umferðina á Íslandi. Umferðin sé ekkert verri á Íslandi en annars staðar.

„Ég held að við séum að tala um að fólk sé vant umferðinni heima hjá sér en svo kemur það á nýjan stað og þarf að takast á við bæði aðra ferðamenn og heimamenn. Allt er öðruvísi,“ segir hann.

Nefnir hann að dánartíðni í umferðinni sé sú sama á Íslandi og í Bretlandi. Það er um 2,3 til 2,4 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa, sem sé frekar lág tíðni. Þá sé dánartíðni hærri hjá erlendum ferðamönnum í umferðinni á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Í gær

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“
Fréttir
Í gær

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“