Í miðborginni var einstaklingur handtekinn fyrir óspektir á almannafæri og ofbeldi gegn lögreglumanni. Sá var vistaður í fangageymslu vegna málsins.
Tveir til viðbótar voru svo handteknir í miðborginni í öðru máli, einnig fyrir áflog og óspektir á almannafæri og voru þeir vistaðir í fangageymslu.
Tveir voru svo handteknir grunaðir um innbrot í verslun í Hafnarfirði og voru þeir vistaðir í fangageymslu.
Lögregla handtók svo einstakling vegna vopnalagabrots í Breiðholti, en sá var vopnaður höggvopni á almannafæri. Fékk hann pláss í fangageymslu.