fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. ágúst 2025 15:30

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra birtir sjö staðreyndir um útlendingamál í grein á Vísir.is. Hún hefur látið gera greiningu á dvalarleyfismálum hér á landi og er þeirri vinnu ekki lokið. Hins vegar liggja fyrstu niðurstöður fyrir og eru þær um margt áhugaverðar.

Meðal annars kemur fram að á árunum 2017-2023 fjölgaði íbúum Íslands um fimmtánfalt miðað við Evrópu og fjórfalt miðað við hin Norðurlöndum. Erlendir ríkisborgarar eru 68% af þessari fjölgun.

Einnig kemur fram að hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi var svipað og á öðrum Norðurlöndum árið 2017 en núna er þetta hlutfall orðið miklu hærra, um 17% en 9% á hinum Norðulöndunum.

Ennfremur segir að á árunum 2021-2033 voru útgefin hlutfallslega yfir 60% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.

Einnig kemur fram í grein Þorbjargar að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi fari ört fækkandi en séu samt margar miðað við íbúatölu landsins.

Hún segir að stjórnleysi í þessum málaflokki sé ekki neinum í hag og vinna þurfi eftir skýrri stefnu. Kynnir hún leiðir til úrbóta og segir þar horfa til hinna Norðurlandanna:

„Á komandi þingvetri mun ég leggja fram tillögur um afnám íslenskra sérreglna í útlendingamálum. Frumvarp hefur verið lagt fram um afnám svokallaðrar 18 mánaða reglu, sem nú veitir sjálfkrafa dvalarleyfi við drátt í málsmeðferð. Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem brjóta alvarlega gegn íslenskum lögum verður lagt fram. Frumvarp um brottfarar- og greiningarstöð sömuleiðis. Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands er nú skylt að afhenda farþegalista skv. nýjum lögum.“

Grein dómsmálaráðherra má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina