fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 07:48

Alec Luhn fannst í gærmorgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski blaðamaðurinn Alec Luhn má teljast heppinn að vera á lífi eftir að hafa villst í óbyggðum Noregs á dögunum. Umfangsmikil leit var gerð að Luhn þegar hann skilaði sér ekki í flug til Bretlands frá Noregi á mánudag.

Luhn, sem er 38 ára, hugðist ganga á jökul í Folgefonna-þjóðgarðinum í Vestur-Noregi og lagði hann af stað frá bænum Odda þann 31. júlí síðastliðinn.

Luhn sendi eiginkonu sinni, Veroniku Silchenko, skilaboð síðdegis þann dag þar sem hann lýsti ferðaáætlun sinni, þar á meðal væntanlegri heimkomu á mánudag. Þegar hann skilaði sér ekki í flugið hafði Veronika samband við norsku lögregluna.

Það var svo í gærmorgun að Luhn fannst á lífi, kaldur og hrakinn, en að sögn viðbragðsaðila gengur það kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi.

Mail Online segir að Luhn hafi verið alvarlega meiddur á fæti eftir slys strax á fyrsta degi göngunnar. „Hann er alvarlega slasaður en ekki lífshættulega,“ segir Geir Arne Sunde, yfirmaður þyrlusjúkraflutninga á svæðinu.

Luhn var ekki með mat meðferðis til að dvelja í óbyggðum í viku og segist Stig Hope, yfirmaður aðgerðastjórnar á svæðinu, ekki muna eftir að einhver hafi fundist á lífi á svæðinu eftir að hafa gengið í gegnum álíka þrekraun.

„Því miður þá enda þessi mál ekki alltaf svona. Þetta er mikill léttir fyrir alla sem komu að leitinni,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Í gær

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Í gær

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld