Eins og kunnugt er lést níu ára stúlka frá Þýskalandi um liðna helgi þegar hún fór í sjóinn.
Ragnar segir í samtali við Morgunblaðið í dag að strax daginn eftir slysið hafi orðið sprenging á svæðinu.
„Bæði bílaplönin fylltust, það kom endalaust flóð af bílum. Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys, aðsóknin eykst mikið fyrstu dagana á eftir,“ segir hann við Morgunblaðið.
Bætir hann við að ekki sé einungis um erlenda ferðamenn að ræða heldur einnig Íslendinga og margir séu meðvitaðir um hið sorglega slys sem varð um síðustu helgi.
Vinna við að auka öryggi í Reynisfjöru er hafin og segist Ragnar vonast til þess að henni verði lokið strax fyrir helgi.