fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir í Noregi leita nú að bandaríska blaðamanninum Alec Luhn sem ekkert hefur spurst til í nokkra daga.

Luhn hugðist ganga á jökul í Folgefonna-þjóðgarðinum í Vestur-Noregi og lagði hann af stað frá bænum Odda þann 31. júlí síðastliðinn.

Hann skilaði sér ekki í flug til Lundúna á mánudag og tilkynnti eiginkona hans, Veronika Silchenko, hvarf hans til norskra yfirvalda í kjölfarið.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að leitarhópar hafi verið ræstir út en vegna erfiðra veðurskilyrða hafi ekki reynst unnt að leita með þyrlu enn sem komið er. Hafa sporhundar og drónar verið notaðir við leitina.

Luhn, sem er 38 ára, hefur látið sig málefni norðurslóða varða í umfjöllunum sínum en hann hefur meðal annars starfað fyrir BBC, National Geographic, The New York Times og CBS á ferli sínum.

Eiginkona hans, Silchenko, segir að hann sé heltekinn af norðurslóðum og mjög vanur útivistarmaður. Þannig hafi hann áður dvalið á jöklum við erfiðar aðstæður dögum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Í gær

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Í gær

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni