fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Þetta eru 10 óvinsælustu tónlistartegundirnar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 19:30

Alan Jackson er einn af vinsælustu kántrýtónlistarmönnum heims en margir hata kántrý. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarsmekkur er mismunandi, bæði hvað fólki finnst skemmtilegt og hvað fólki finnst algjörlega óþolandi. Miðillinn Headphonesty gerði könnun á hvaða tónlistartegundir fólk þolir síst og niðurstöðurnar eru afgerandi.

 

  1. Rapp/Hip hop – 29,2 prósent

Rapp er langóvinsælasta tónlistartegundin, með um tvöfalt fleiri atkvæði en næst óvinsælasta tegundin. Margir segja rapp ekki vera alvöru tónlist, og að rapparar syngi ekkert heldur tali eða muldri.

Þá eru einnig margir sem þola illa menninguna í kringum rapp, sérstaklega upphafningu á gengjum.

Muldurrapp, eins og það sem Migos flytja, er sérstaklega óvinsælt. Mynd/Getty
  1. Kántrý – 15,5 prósent

Er það einkum nýlegt kántrý sem fólk þolir illa, það er kántrý sem er blandað saman við popptónlist. Segja margir að kántrý í dag sé ekki einlæg tónlist, sérstaklega ekki þegar búið er að fínpússa allt saman og blanda átótjúni og raftrommum við það.

Eldri kántrý tónlist, þar sem mikil áhersla var á að segja sögur, virðist hins vegar vera mun betur liðin hjá flestu fólki.

 

  1. Þungarokk – 10,7 prósent

Mörgum finnst þungarokk, eða metal, einfaldlega vera of hávær og árásargjörn. Einkum á þetta við þyngri gerðir þungarokks, þar sem söngurinn er meira eins og öskur eða svokallað growl. Sumir segjast einfaldlega verða þreyttir á að hlusta á þetta.

En rétt eins og í tilfelli kántrý þá er eldra þungarokk almennt betur liðið, einkum þungarokk frá níunda áratugnum, sem var ekki nærri jafn þungt og margt sem fyrirfinnst í dag.

Cannibal Corpse og annað dauðarokk er ekki fyrir alla. Mynd/Getty
  1. Popp – 9,9 prósent

Helsta gagnrýnin sem popp fær á sig er að tónlistin sé ekki einlæg. Hún sé verksmiðjuframleidd rétt eins og hver önnur vara sem hægt sé að kaupa út í stórmarkaðinum. Þetta sé tónlist sem sé hönnuð til að geðjast öllum og missi þá alla sérstöðu.

Hið alræmda átótjún fær einnig útreið og telja margir söngvarann missa allan karakter þegar slíkt er notað.

 

  1. Djass – 6,4 prósent

Fyrir suma er djass einfaldlega of flókin tónlist. Jafn vel eins og hljóðfæraleikararnir séu oft ekki að spila sama lagið. Djass er ófyrirsjáanlegur, einkum sýrudjass, sem öllum líkar ekki vel við.

Eldri og einfaldari djass fær hins vegar ekki jafn harða útreið og nútímadjassinn.

 

  1. Raftónlist/Teknó – 6,0 prósent

Sumum finnst teknó tónlist einhæf og algjörlega stefnulaus. Sama bítið aftur og aftur og aftur og aftur út í hið óendanlega.

Þá nefna sumir að teknó auki stress. Einnig að þetta sé tónlist sem aðeins sé hægt að dansa við, ekki hlusta á.

Plötusnúðurinn Don Diabolo. Sumir segja að það sé bara hægt að dansa við teknó, ekki hlusta á það. Mynd/Getty
  1. Rokk – 3,4 prósent

Vandinn við rokk er sennilega rokkþreytan. Rokk hefur verið svo stórt í svo langan tíma að það er erfitt að verða spenntur fyrir einhverju nýju. Það sé búið að gera allt og rokkið sé fast í sama farinu.

Svokallað snekkjurokk, eða léttrokk, fær sérstaka útreið.

 

  1. Pönk/Grugg – 3,4 prósent

Gagnrýnin á pönk og grugg er einkum að tónlistin sé of hrá og að hún snúist frekar um tilfinningar heldur en tækni. Hljóðfæraleikararnir séu oft einfaldlega ekki nógu góðir.

Grugg fær reyndar harðari gagnrýni en pönk, einkum grugg sem kom fram á seinni hluta tíunda áratugarins.

Mörgum finnst pönktónlist, eins og sú sem Sex Pistols spiluðu, einfaldlega ekki nógu vel gerð. Mynd/Getty
  1. R&B – 3,4 prósent

Eins og í mörgum tilfellum hér að ofan þá er það einkum nýrri tónlistin sem fær gagnrýni. Eldra R&B, svo sem Motown bylgjan, sleppur betur.

Helsta gagnrýnin sem R&B fær er að tónlistin sé of hæg, einhæf og að andrúmsloftið skipti meira máli en grúv og orka.

 

  1. Þjóðlagatónlist/Bluegrass – 3 prósent

Leiðindi er syndin sem þjóðlagatónlist (folk) og bluegrass eru helst sökuð um. Það er tónlistin sé of fyrirsjáanleg og örugg. Lögin noti sömu hljóma og takta sem geti orðið ansi leiðigjarnir hratt.

Þá eiga sumir erfitt með að hafa gaman að hljóðfærum eins og banjói og fiðlu. Það séu einfaldlega of gamaldags hljóðfæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Í gær

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim
Fréttir
Í gær

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“
Fréttir
Í gær

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku