fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 20:57

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harður árekstur varð á milli tveggja bíla á Skeiða- og Hrunamannavegi á sjöunda tímanum í kvöld. 2 voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu.

„Á sjöunda tímanum í kvöld var tilkynnt um harðan árekstur tveggja bíla á Skeiða- og Hrunamannavegi. 6 manns voru í bílunum tveim og voru tveir fluttir af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands á sjúkrahús í Reykjavík til rannsókna og aðhlynningar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi.

Ekki er hægt að fullyrða um alvarleika meiðsla að svo stöddu. Aðrir sem í slysinu lentu voru fluttir með sjúkrabílum af vettvangi, það er þeir sem eru minna meiddir.

„Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins,“ segir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Í gær

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim
Fréttir
Í gær

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“
Fréttir
Í gær

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku