Harður árekstur varð á milli tveggja bíla á Skeiða- og Hrunamannavegi á sjöunda tímanum í kvöld. 2 voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu.
„Á sjöunda tímanum í kvöld var tilkynnt um harðan árekstur tveggja bíla á Skeiða- og Hrunamannavegi. 6 manns voru í bílunum tveim og voru tveir fluttir af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands á sjúkrahús í Reykjavík til rannsókna og aðhlynningar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Ekki er hægt að fullyrða um alvarleika meiðsla að svo stöddu. Aðrir sem í slysinu lentu voru fluttir með sjúkrabílum af vettvangi, það er þeir sem eru minna meiddir.
„Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins,“ segir að lokum.