fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir 45 ára karlmanns sem lést á tónleikum Oasis á Wembley-leikvangnum í London um helgina vill fá svör um öryggisráðstafanir á vellinum.

Maðurinn, Lee Claydon, lést eftir fall af áhorfendasvölum leikvangsins og var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Talið er að um hundrað þúsund manns hafi verið á tónleikunum þegar slysið varð.

Clive Claydon, faðir Lee, segir við breska blaðið The Sun að sonur hans hafi að öllum líkindum runnið til á bjór sem hafði sullast niður í stúkunni. „Það var mjög sleipt og Lee bara rann og féll niður,“ segir hann.

Sjálfur var Clive ekki viðstaddur tónleikana en Lee var á tónleikunum með bróður sínum og sonum hans.

„Mér hefur verið sagt að þetta hafi verið slys sem beið eftir að gerast. Þetta var hræðilegt, hræðilegt slys en það eina sem ég veit er að það var bjór út um allt og hann rann til. Ég er svo miður mín og skil ekki hvernig þetta gat gerst.“

Oasis-bræðurnir Liam og Noel Gallagher sendu frá sér yfirlýsingu eftir slysið þar sem þeir sendu aðstandendum samúðarkveðjur.

Clive segist vilja fá svör frá forsvarsmönnum Wembley vegna málsins.

„Ég hef aldrei komið á Wembley en maður skildi ætla að öryggismálin þar séu í lagi. Hann hefur aldrei neytt eiturlyfja í lífi sínu en hafði örugglega drukkið bjór, hver gerir það ekki á tónleikum? En hann var sannarlega ekki drukkinn. Ég vil svör frá Wembley.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“
Fréttir
Í gær

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið