Sjá einnig: Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Hann lagði af stað frá bænum Odda þann 31. júlí síðastliðinn en skilaði sér ekki í flug til Lundúna á mánudag. Tilkynnti eiginkona hans, Veronika Silchenko, hvarf hans til norskra yfirvalda í kjölfarið.
Leitarhópar voru ræstir út og var meðal annars notast við sporhunda og dróna við leitina.
CNN hefur eftir norskum yfirvöldum að Luhn hafi fundist með aðstoð þyrlu í norsku óbyggðunum í morgun. Hann hafi verið meiddur á fótum en með meðvitund og við þokkalega heilsu að öðru leyti. Hann var fluttur á sjúkrahús í Bergen þar sem hann dvelur undir eftirliti lækna.
Luhn, sem er 38 ára, hefur látið sig málefni norðurslóða varða í umfjöllunum sínum en hann hefur meðal annars starfað fyrir BBC, National Geographic, The New York Times og CBS á ferli sínum. Hefur hann meðal annars reynt að vekja athygli á hlýnun jarðar í skrifum sínum.