fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. ágúst 2025 09:30

Harper Moyski og Fletcher Merkel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börnin sem létust þegar árásarmaður hóf skothríð í kapellu í kaþólskum skóla í Minneapolis á miðvikudag hétu Fletcher Merkel og Harper Moyski. Merkel var átta ára en Moyski tíu ára.

Sautján til viðbótar særðust í árásinni, þar á meðal fjórtán börn á aldrinum 6 til 15 ára. Eitt þeirra er enn talið vera í lífshættu.

Árásarmaðurinn hét Robin Westman, áður Robert, og var 23 ára. Lögregla segir að Robin hafi birt einhvers konar stefnuskrá á netinu áður en árásin var framkvæmd og segir lögregla að árásin sé rannsökuð sem hatursglæpur og hryðjuverk.

Foreldrar Harper sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem henni var lýst sem glaðværri og ástsælli tíu ára stúlku sem var dýrkuð af yngri systur sinni.

„Sem fjölskylda erum við í molum, og orð ná ekki að lýsa þeirri djúpu sorg sem við upplifum,“ sagði í yfirlýsingu foreldranna. Segjast þau vonast til þess að minning Harper verði hvatning til aðgerða sem gætu komið í veg fyrir sambærilegar árásir í framtíðinni.

„Við hvetjum samfélagið okkar til að stíga raunveruleg skref í átt að því að takast á við þá byssuvá og geðheilbrigðiskrísu sem ríkir í þessu landi.“

Faðir Fletcher las upp yfirlýsingu í gær fyrir utan kapelluna þar sem sonur hans var myrtur.

Hann sagði að Fletcher hefði elskað fjölskyldu sína og vini og notið þess að veiða, elda og spila íþróttir. Vegna gjörða árásarmannsins muni fjölskyldan aldrei geta haldið utan um hann aftur, talað við hann eða fylgst með honum vaxa og dafna í þann dásamlega unga mann sem hann var á leiðinni að verða.

„Vinsamlegast munið Fletcher fyrir þann sem hann var, en ekki verknaðinn sem batt enda á líf hans,“ sagði Merkel sem bætti við að þrátt fyrir allt væri hann þakklátur viðbragðsaðilum. Án aðkomu þeirra hefði þessi harmleikur getað orðið margfalt stærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hödd mætir Herði í dómsal – „Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum“

Hödd mætir Herði í dómsal – „Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum“
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Í gær

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Í gær

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Í gær

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð