fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. ágúst 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að frásögn kennarans Elínar Guðfinnu Thorarensen sé ekki einsdæmi.

Elín skrifaði pistil sem birtist á vef Vísis í dag sem vakti talsverða athygli, en þar sagði hún frá því að hún hefði nýverið látið af störfum eftir 40 ár sem kennari hjá Reykjavíkurborg.

Lýsti hún því í greininni að það sé sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir vel unnin störf.

Sjá einnig: Elín sár út í borgina:Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

„Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun,“ sagði hún í pistlinum og kvaðst vona að borgin taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun.

Sólveig Anna gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og tekur undir með Elínu. Nefnir hún annað dæmi sem hún þekkir.

„Ég man hvað ég var hissa þegar að frábær kona lét af störfum vegna aldurs í leikskólanum þar sem ég vann og engin kveðja barst frá borginni. Leikskólastjórinn okkar keypti að sjálfsögðu köku og blóm og haldin var kveðjuveislu, en borgin sá ekki tilefni til að þakka ómissandi starfskrafti vel unnin og mikilvæg störf,” segir hún.

„Á svipuðum tíma bárust svo fréttir af því að haldnar hefðu verið tvær veislur þegar að sviðstjóri hjá Reykjavíkurborg hætti til að fara í flottara starf. Þarna sáum við með svo skýrum hætti (enn einu sinni) hverjir höfðu flottan og mikilvægan status innan borgar-kerfisins og hverjir ekki,” segir Sólveig Anna í pistli sínum.

„Það væri gaman að fá af því fregnir að breyting yrði nú gerð og borgin sýndi okkur að hún áttaði sig á því hvar og hver mannauður hennar raunverulega er,” segir Sólveig Anna að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Í gær

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma
Fréttir
Í gær

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“