Þetta staðfestir Ivan Nicolao Kaufmann, meirihlutaeigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í dag.
Fjallað var um málefni fyrirtækisins í Morgunblaðinu í gær en þar gagnrýndi Kaufmann Arion banka og utanríkisráðuneytið harðlega.
Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun hátæknilausna fyrir sjávarútveg og sagði í frétt Morgunblaðsins í gær að fyrirtækið hefði sætt þvingunum sem eru hluti af samræmdum aðgerðum Íslands, Noregs og ESB gegn rússneskum fyrirtækjum. Fyrrverandi eigandi Vélfags, fyrirtækið Norebo, er talinn tengjast skuggaflota Rússa sem sakaður hefur verið um skemmdarverk á vestrænum innviðum.
Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Vélfag standi frammi fyrir alvarlegum rekstrarvanda vegna þessara þvingana. Segir Kaufmann að Norebo hafi hvorki tengsl við né nokkra aðkomu að rekstri Vélfags.
Hann segir að Arion banki og utanríkisráðuneyti Íslands hafi sýnt lítinn sveigjanleika í málinu og skorti skilning á alþjóðlegum viðskiptum og reglum.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.