fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. ágúst 2025 08:00

Mynd: Velfag.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags á Akureyri, hefur sagt starfi sínu lausu og þá hefur níu starfsmönnum til viðbótar verið sagt upp störfum.

Þetta staðfestir Ivan Nicolao Kaufmann, meirihlutaeigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Fjallað var um málefni fyrirtækisins í Morgunblaðinu í gær en þar gagnrýndi Kaufmann Arion banka og utanríkisráðuneytið harðlega.

Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun hátæknilausna fyrir sjávarútveg og sagði í frétt Morgunblaðsins í gær að fyrirtækið hefði sætt þvingunum sem eru hluti af samræmdum aðgerðum Íslands, Noregs og ESB gegn rússneskum fyrirtækjum. Fyrrverandi eigandi Vélfags, fyrirtækið Norebo, er talinn tengjast skuggaflota Rússa sem sakaður hefur verið um skemmdarverk á vestrænum innviðum.

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Vélfag standi frammi fyrir alvarlegum rekstrarvanda vegna þessara þvingana. Segir Kaufmann að Norebo hafi hvorki tengsl við né nokkra aðkomu að rekstri Vélfags.

Hann segir að Arion banki og utanríkisráðuneyti Íslands hafi sýnt lítinn sveigjanleika í málinu og skorti skilning á alþjóðlegum viðskiptum og reglum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hödd mætir Herði í dómsal – „Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum“

Hödd mætir Herði í dómsal – „Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Í gær

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Í gær

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Í gær

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð