fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. ágúst 2025 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun,” segir Elín Guðfinna Thorarensen, kennari, í aðsendri grein á vef Vísis sem vakið hefur talsverða athygli.

Í greininni kemur fram Elín hafi unnið sem kennari hjá Reykjavíkurborg í rúm 40 ár en hún hefur nú látið af störfum sökum aldurs. Viðurkennir hún að það sé örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir vel unnin störf.

„Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun,“ segir hún í pistlinum.

Í frétt Vísis kemur fram að Elín hafi undanfarin tæp 20 ár unnið í Ölduselsskóla í Seljahverfi með frábæru fólki og góðum yfirmönnum. Þar hafi henni verið þakkað vel og fallega og henni þyki vænt um það. En henni þykir sárt að hafa ekki fengið neina kveðju frá sjálfum vinnuveitanda sínum, borginni.

„Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert,“ segir hún meðal annars í pistlinum sem má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Í gær

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“