fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. ágúst 2025 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einungis 19% borgarbúa eru ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar Maskínu.

Könnunin fór fram 18. til 25. ágúst og voru svarendur 1.029 talsins. Var könnunin lögð fyrir Þjóðgátt Maskinu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu og voru svarendur 18 ára og eldri með búsetu í Reykjavík.

Samkvæmt niðurstöðunum segjast um 45% vera óánægð með störf borgarstjóra, 36 prósent voru þar á milli og svöruðu „í meðallagi“ þegar spurt var hversu ánægður eða óánægður viðkomandi væri með störf Heiðu Bjargar.

Síðast þegar spurningin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sögðust 20% vera ánægð með störf hennar en 40% óánægð.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er sá fulltrúi sem fólki þykir hafa staðið sig best. 24% nefndu hana en 17% nefndu Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon, Einar Þorsteinsson og Alexandra Briem komu þar á eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Í gær

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“