fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 14:30

Myndbandið var tekið í júlíl. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður náði mögnuðu myndbandi í Jökulsárlóni af ísjaka steypast ofan í sjóinn. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Greint er frá þessu í bandaríska tímaritinu Newsweek en það var ferðamaður sem kallar sig Sabrina GSS á TikTok sem birti myndbandið magnaða.

Í myndbandinu má sjá hvernig stór ísjaki veltur á hliðina og hrynur ofan í lónið. En ferðamennirnir voru á gúmmíbát skammt frá jakanum. „Svo þetta gerðist þegar við vorum í bátsferð í Jökulsárlóni,“ segir Sabrina í færslu með myndbandinu.

Fleiri ein ein milljón manns hafa skoðað myndbandið og athugasemdirnar eru orðnar tæplega 800 talsins. Margir nefna hlýnun jarðarinnar sem orsök.

„Þetta er ekki gott, þetta er hræðilega sorglegt,“ segir einn. „Þökk sé okkur mönnunum,“ segir annar.

@sabrina.gss Sooo this happened while we were doing a boat tour in the Glacier Lagoon. #wheniniceland #jokusarlon #glacierlagoon #zodiacboattour #icebergs #visiticeland2025 #thingstodoiniceland ♬ A Summer Place – Hollywood Strings Orchestra

Í frétt Newsweek um málið er rætt við Mauri Pelto, prófessor í jöklafræðum hjá North Cascade Glacier Climate Project. En hann hefur fylgst með áhrifum hlýnunar á jökla í yfir fjörutíu ár.

„Jöklarnir bráðna hraðar undir vatnsyfirborðinu sem veldur því að þeir snúast, þessar hreyfingar koma þessum ísturnum úr jafnvægi,“ segir hann. „Það er búið að vera heitt á Íslandi í sumar sem hraðar þessu ferli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Mamma „kokks Pútíns“ tjáir sig í fyrsta sinn

Mamma „kokks Pútíns“ tjáir sig í fyrsta sinn