fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 08:39

Lögregla sendi fjölmiðlum þessa mynd af hinum grunuðu í Hamraborgarmálinu svokallaða í fyrra. Hrannar er sagður hafa játað aðild að málinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrannar Markússon er sagður hafa játað aðild í tveimur af stærstu þjófnaðarmálum sem komið hafa upp hér á landi.

Annars vegar er um að ræða þjófnað á peningum úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í mars í fyrra þar sem 20-30 milljónum króna var stolið. Hitt málið varðar svo hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ á dögunum. Hraðbankinn fannst í vikunni sem og allt það fé sem í honum var, 22 milljónir króna.

Í frétt sem Vísir birti í morgun kemur fram að Hrannar hafi játað aðild að þessum tveimur málum. Hann er 41 árs, hefur starfað sem verktaki og er sagður í frétt Vísis „sérfræðingur“ þegar kemur að vinnu á stórum vélum eins og vörubílum og gröfu.

Sjá einnig: Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Hrannar var úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað í Gufunesmálinu svokallaða í gær, en um tíma var hann grunaður um aðild að því.

Í frétt Vísis í gær kom fram að í máli Hrannars fyrir dómi hafi meðal annars komið fram að hann hefði lítið vitað um tálbeituaðgerðina gegn Hjörleifi en honum hafi verið boðið að koma með til Þorlákshafnar. Hann hafi hafnað því boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarni ómyrkur í máli um landsleik Íslands og Ísraels á morgun

Bjarni ómyrkur í máli um landsleik Íslands og Ísraels á morgun
Fréttir
Í gær

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik