fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á Skaftársvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi vegna göngumanns sem var á göngu við Úlfárdalssker og hafði villst af leið sinni.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að útkallið hafi borist rétt eftir miðnætti og héldu björgunarsveitin Kyndill frá Kirkjubæjarklaustri og Stjarnan úr Skaftártungum til leitar.

Símasamband var við göngumanninn en rafhlaða síma hans var við það að tæmast. Nákvæm staðsetning fékkst hins vegar ekki, en hægt að áætla að viðkomandi væri við Úlfárdalssker sem er suður af Lakagígum. Veður á leitarsvæðinu var ágætt, en þoka var að leggjast yfir og einhver suddi.

Í tilkynningunni kemur fram að rétt upp úr klukkan 2 í nótt hafi björgunarfólk komið auga á ljóstýru og skömmu síðar hafi verið ljóst að þar væri göngumaðurinn á ferð. Klukkan 2:20 var svo maðurinn kominn í björgunarsveitarbíl.

Manninum heilsaðist vel og þáði far með björgunarsveit að bíl sínum og í kjölfarið fylgdi björgunarsveit honum að skála þar nærri. Þangað var komið rétt upp úr þrjú í nótt og björgunarfólk hélt heim á leið í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig