fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið deilt um atvik sem varð fyrir nokkrum vikum í Þjóðminjasafninu er aflýsa þurfti erindi fræðimanns frá Ísrael um gervigreind vegna mótmælenda stuðningsfólks Palestínu á vettvangi.

Umræðan heldur áfram og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, segir í Facebook-færslu að sú skoðun að hér hafi átt sér stað atlaga að akademísku frelsi sé dæmi um forréttindablindu:

„Mér finnst akademískt frelsi mjög mikilvægt, og atlögur sem eru gerðar að því í Bandaríkjunum um þessar mundir háalvarlegt mál. En að umræðan á Íslandi skuli snúast um hvort brotið hafi verið á akademísku frelsi eins manns meðan ríkið sem hann er fulltrúi fyrir skýtur og sprengir almenna borgara tugþúsundum saman og sveltir þau sem eftir eru til bana er skýrt dæmi um forréttindablindu.“

Hundruð netverja læka við þessa færslu Eiríks en rithöfundurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson er honum ekki sammála. Guðmundur Andri skrifar:

„Ég er ekki viss. Málið snýst að mínum dómi ekki endilega um það hver hann er heldur fremur hver við erum. Erum við fólk sem þaggar niður í þeim sem við teljum okkur hafa ástæðu til að fyrirlíta. Held að málfrelsi sé svo mikilvægt prinsipp, ekki síst í akademíunni, að mjög ríkar ástæður þurfi til að svipta menn því.“

Eiríkur segir rangt að maðurinn hafi verið sviptur málfrelsi með þessum aðgerðum og segir að hann hafi getað haldið áfram að tala á fundinum, það hefði bara enginn heyrt í honum. Þá segir Guðmundur Andri:

„Þetta er útúrsnúningur.“

Eiríkur svarar:

„Nei, alls ekki. Ég var að tala um umræðuna. Í stað þess að ræða raunverulegar árásir á akademískt frelsi snýst umræðan um þetta, sem er algert hjóm miðað við hvað er að gerast á Gasa.“

Líflegar umræður eiga sér stað um málfrelsi undir færslu Eiríks sem er hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu