fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 11:00

Héraðsdómur Suðurlands. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega fertugur maður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á stuldi á hraðbanka Íslandsbanka í Mosfellsbæ, aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, mun bera vitni í Gufunesmálinu næstkomandi föstudag. Eins og margoft hefur komið fram varðar Gufunesmálið andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára manns frá Þorlákshöfn sem lést eftir að hafa verið numinn brott skammt frá heimili sínu í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars og þurft að þola miklar misþyrmingar í kjölfarið.

Eins og greint var frá í fréttum í gær hefur hraðbankinn verið endurheimtur og allt það fé sem í honum var, 22 milljónir króna. Var skurðgröfu beitt við verkið og hraðbankinn rifinn út og farið á brott með hann.

Hinn grunaði er 41 árs gamall fjölskyldufaðir. Auk gruns um hlutdeild í hraðbankastuldi er maðurinn grunaður um þátttöku í ráni á fjármunum úr flutningabíl í Hamraborg vorið 2024, en það mál er enn í rannsókn lögreglu.

Tengsl við Stefán Blackburn og stúlkuna

Samkvæmt heimildum DV hefur hann náin tengsl við Stefán Blackburn, einn sakborninganna í Gufunesmálinu. Í eins og hálfrar klukkustundar löngu myndbandi sem spilað var í Héraðsdómi Suðurlands á mánudag sjást þeir Stefán og umræddur maður eiga í samskiptum kvöldið sem ferðin örlagaríka til Þorlákshafnar var farin.

Maðurinn var handtekinn við rannsókn Gufunesmálsins í marsmánuði og sat í gæsluvarðhaldi. Var hann grunaður um hlutdeild í mannráni og fjárkúgun. Í dag er ekki talið að hann hafi átt hlut að máli, í það minnsta er hann ekki á meðal ákærðu í málinu. Hann er hins vegar talinn búa yfir upplýsingum um sakborninga og er þess vegna kallaður til vitnis.

Sjá einnig: Taugaóstyrk og lágmælt tálbeitustúlka

Þegar maðurinn var handtekinn fannst hann á hótelberbergi með stúlkunni sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni í Gufunesmálinu, en hlutverk hennar í brotunum var að hringja í Hjörleif heitinn og þykjast mæla sér mót við hann. Stúlkan, sem er tvítug, og maðurinn, eru sögð hafa átt í ástarsambandi, rétt eins og dvöl þeirra á hótelherberginu er sterk vísbending um. Stúlkan bar fyrir dómi á mánudag að á þessum tíma hafi hún verið í daglegri kannabisneyslu en farið í meðferð í apríl síðastliðinn. Ljóst er að stúlkan og maðurinn voru saman á hótelberhergi kvöldið örlagaríka þegar Hjörleifur var numinn á brott í kjölfar símtala frá stúlkunni þar sem hún þóttist mæla sér mót við hann.

Stórskuldugur

Maðurinn er sagður hafa náð tökum á lífi sínu eftir erfiða tíma. Árið 2009 var hann dæmdur fyrir eignaspjöll og árið 2013 var hann dæmdur fyrir umferðarlagabrot, þjófnaði, hylmingu fíkniefnalagabrot.

Eftir að hafa tekið út dóm er maðurinn sagður hafa snúið lífi sínu til betri vegar og var þar lykilatriði að hann sneri baki við fíkniefnaneyslu. Hann eignaðist eiginkonu og börn og starfaði í byggingariðnaðinum.

Hann er hins vegar sagður hafa misst tök á lífi sínu aftur á allra síðustu árum vegna fíkniefnaneyslu og spilafíknar. Er hann sagður vera stórskuldugur.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“