fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 20:30

Verkið uppi á vegg inni í stofu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málverk sem nasistar stálu í seinni heimsstyrjöldinni og hefur ekki sést síðan er nú komið í leitirnar í Argentínu. Verkið sem um ræðir kallast Portrait of a Lady (Contessa Colleoni) og er eftir ítalska barokklistamanninn Giuseppe Ghislandi.

Verkið var í eigu hollenska listaverkasalans og gyðingsins Jacques Goudstikker þegar nasistar hertóku landið. Þeir stálu verkinu og hafði það ekki sést síðan.

Breska blaðið Guardian greinir frá því að verkið hafi fundist eftir að fasteignaauglýsing birtist á netinu fyrir skemmstu. Var verkið upp á vegg fyrir ofan sófa í húsi í argentínskum strandbæ.

Í frétt Guardian kemur fram að blaðamenn hollenska blaðsins AD hafi árum saman reynt að rekja ferðir verksins, meðal annars með því að fara í gegnum gömul stríðsskjöl. Þá hafi þeir bankað upp á hjá afkomendum nasistans sem tengdist hvarfi þess á sínum tíma.

Goudstikker átti mjög stórt safn af listaverkum, eða um 1.100 verk, og var það selt með valdi til nasistaleiðtogans Hermanns Göring skömmu eftir að Goudstikker flúði frá Hollandi árið 1940. Á undanförnum áratugum hefur tekist að endurheimta mörg verkanna en í gegnum árin hefur það verið ráðgáta hvað varð um þetta tiltekna verk eftir Ghislandi.

Vísbendingar voru uppi um að verkið hefði endað hjá Friedrich Kadgien, SS-liða og einum af aðstoðarmönnum Görings, en Kadgien fluttist til Suður-Ameríku eftir að heimsstyrjöldinni lauk.

Í frétt Guardian kemur fram að blaðamenn AD hafi reynt að ná sambandi við afkomendur Kadgien í Buenos Aires, meðal annars með því að banka upp á en enginn hafi komið til dyra. Það var síðan þegar umrætt hús fór á sölu fyrir skemmstu að verkið sást í fasteignaauglýsingunni sem fór á netið. Hékk það fyrir ofan sófa í húsinu og virtist það vera í góðu standi.

Í frétt Guardian er haft eftir listfræðingum að allar líkur séu á því að þetta sé verkið sem leitað hefur verið að. Benda þeir þó á að aðeins skoðun á verkinu geti staðfest að ekki sé um eftirmynd að ræða. Í kjölfar uppgötvunarinnar gerði argentínska lögreglan húsleit í villunni, að því er AP greinir frá. Málverkið var þó horfið þegar lögreglan kom á staðinn, en rannsókn málsins stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa