fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í gær þegar greint var frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra.

Ágúst Ólafur er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og var til dæmis varaformaður flokksins á árunum 2005 til 2009.

Sjá einnig: Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Staksteinar Morgunblaðsins gera málið að umtalsefni og segir höfundur að ýmislegt áhugavert sé við ráðninguna á Ágústi Ólafi.

„Spyrja má hve lengi Ágúst Ólaf­ur hafi verið fé­lagi í Flokki fólks­ins því aðstoðar­menn ráðherra eru ekki eins og hverj­ir aðrir rit­ar­ar og tösku­ber­ar; auk þeirra skyldna eru þeir nefni­lega póli­tísk­ir trúnaðar­menn ráðherra,“ segir í Staksteinum í dag.

„Svo verður ekki nú. Öllum er ljóst að Ágúst Ólaf­ur, fv. vara­formaður Sam­fylk­ing­ar, er yf­ir­frakki Sam­fylk­ing­ar á ráðherra Flokks fólks­ins, sem hvorki virðist valda né hafa áhuga á viðkvæm­um mála­flokki grunn­skóla. „Ég nenni ekki einu sinni að gá að því,“ var svar hans við spurn­ingu um hvers vegna sam­ræmd próf hefðu verið af­lögð,“ segir enn fremur og vísar staksteinahöfundur í viðtal Bítisins á Bylgjunni við Guðmund Inga á dögunum sem mbl.is fjallaði um.

Segir höfundur það „algjöra nýlundu“ að stjórnarflokkur skipi ráðherra annars flokks pólitískan gæslumann.

„En hver veit? Kannski fyrri rík­is­stjórn lifði enn hefði Svandísi Svavars­dótt­ur hug­kvæmst og fengið að gera Björn Val Gísla­son að aðstoðar­manni Jóns Gunn­ars­son­ar,“ segir enn fremur og skýtur staksteinahöfundur á Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra að lokum.

„En svo er áhyggju­efni fyr­ir bæði borg­ar­búa og Heiðu Björgu Hilm­is­dótt­ur, sem varð borg­ar­stjóri fyr­ir aðeins hálfu ári, hvað henni helst illa á aðstoðarmönn­um. Katrín M. Guðjóns­dótt­ir ent­ist ekki í þrjá mánuði hjá henni og Ágúst Ólaf­ur í aðeins tíu vik­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa