fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og móðir tveggja barna í Kópavogi, í aðsendri grein á vef Vísis.

Þar gerir hún aðgerðir og breytingar sem Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni að umtalsefni en þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í Kópavogi í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda bekk.

Jaðarsetning viðkvæmra nemenda

Sitt sýnist hverjum um aðgerðirnar en Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, gagnrýndi þær harkalega í grein á Vísi í gær.

„Slakir nemendur, nemendur með greiningar, nemendur af erlendum uppruna, nemendur sem mest þurfa á skólanum sínum að halda munu ekki vera sérlega velkomnir í bekki eða skóla. Slíkir nemendur eiga á hættu, eðli máls samkvæmt, að lenda röngu megin meðaltals og það verður enginn sérstakur áhugi á því að fá slíka nemendur inn í stofu þar sem þorskhausateljari bæjarstjórans tikkar – til þess að bæjarstjórinn geti síðan sent foreldrum viðkomandi bekkjar bréf og sagt að meðaltalið þar sé ekki gott. Jaðarsetning viðkvæmra nemenda er á öllum tímum og í öllum löndum afleiðing menntapólitíkur eins og þeirrar sem Kópavogur er að setja á dagskrá,“ sagði Ragnar meðal annars í grein sinni.

Þórdís Kolbrún bendir í grein sinni á það að í rökstuðningi Ásdísar fyrir þessari ákvörðun hafi komið fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld, en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.

„Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á,“ segir Þórdís og segir það engum vafa undirorpið að veruleg afturför hafi orðið í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á.

Árangurinn versnað hratt

„Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslecollanskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samkvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjustu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu,“ segir Þórdís Kolbrún.

Hún segir að hryggilegt hafi verið að lesa skrif Ragnars Þórs og hann hafi farið háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við.

„Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla.“

Þórdís Kolbrún segir að Íslendingar hljóti allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum.

„Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Í gær

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar