fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryan Kohberger, sem í sumar var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á fjórum ungmennum, hefur beðið um flutning úr álmunni þar sem hann afplánar dóm sinn.

Kohberger, sem var meistaranemi í afbrotafræði, var dæmdur fyrir að myrða Kaylee Goncalves, 21 árs, Madison Mogen, 21 árs, Xana Kernodle, 20 ára og Ethan Chapin, 20 ára. Stakk hann þau til bana þar sem þau sváfu á heimili sínu í bænum Moscow í Idaho.

Kohberger játaði sök í málinu í sumar en með játningunni komst hann hjá því að verða dæmdur til dauða.

Í frétt People kemur fram að Kohberger hafi beðið um flutning vegna stanslausra hótana og áreitis frá öðrum föngum. Ekki leið nema einn dagur frá því að Kohberger hóf afplánun þar til hann bað fyrst um flutning, en það gerðist eftir að hann fékk hótanir frá nokkrum föngum í svokallaðri J-álmu hámarksöryggisfangelsisins í Idaho.

Þar afplána margir af hættulegustu glæpamönnum Idaho dóma sína, þar á meðal Chad Daybell sem situr á dauðadeild.

Mun Kohberger ítrekað hafa verið hótað líkamsmeiðingum og hafa fangaverðir staðfest það að einhverju leyti. Í frétt Fox News kemur fram að fangelsismálayfirvöld hafi lagt til að hann bíði storminn af sér og bent á að álman sem hann afplánar dóm sinn í sé yfirleitt rólegri en aðrar álmur fangelsisins. Óvíst er því hvort Kohberger fái ósk sína uppfyllta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Í gær

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar