fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 14:00

Magnús Scheving, eigandi Latabæjar, og Gunnar Zoëga, forstjóri OK. Mynd: Bent Marinósson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Latibær (LazyTown) hefur valið tæknifyrirtækið OK til þess að annast hýsingu og rekstur á stafrænum eignum félagsins. OK mun einnig styðja við flutning gagna og annarra stafrænna eigna til Íslands frá Bretlandi, þar sem gögnin höfðu verið hýst áður. Kemur þetta fram í tilkynningu.

LZT Holding fjárfestingafélag er í eigu Magnúsar Scheving og fjárfesta, sem keyptu Latabæ á síðasta ári.

„Mikil menningarverðmæti felast í efninu og því mikilvægt að koma þeim í örugga höfn. Stefnan er að nýta efnið í vegferð Latabæjar í að hlúa að heilsu og hreyfingu barna. Ég treysti OK fullkomlega að halda utan um og varðveita þessi mikilvægu gögn og sögu Latabæjar,“ segir Magnús Scheving.

Latibær er eitt þekktasta vörumerki Íslands. Í yfir 30 ár hafa börn og for­eldr­ar í 170 lönd­um fylgst með Lata­bæ. Þætt­irn­ir hafa hlotið fjölda til­nefn­inga og meðal ann­ars unnið hin virtu BAFTA-sjón­varps­verðlaun. 

„Við hjá OK erum stolt af því að njóta traust eigenda Latabæjar til að hýsa og varðveita þessa arfleifð. Við munum áfram vinna að lausnum sem styðja við frekari gagnanýtingu og styrkja útbreiðslu Latabæjar á heimsvísu,“ segir Gunnar Zoëga, forstjóri OK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum