fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ára gamall sonur Lindu K. Pálsdóttur er illa slasaður eftir að einhver losaði um framdekk á reiðhjólinu hans. Hættuleg uppátæki af þessu tagi voru nokkuð áberandi í umfjöllun fjölmiðla fyrir nokkrum árum en lítið hefur borið á slíku undanfarið.

Linda rekur atvik málsins nokkuð ítarlega í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta, enda tilgangur skrifanna að vekja athygli á þessu hættulega framferði og reyna að stöðva það.

„Þetta athæfi er greinilega ennþá í gangi og það þarf að fá foreldra til að taka samtalið við börnin sín um hversu hættulegt þetta er,“ segir Linda í samtali við DV.

Sonur hennar féll af hjólinu er hann var á heimleið eftir knattspyrnuæfingu en hjólið var fyrir utan Reykjaneshöllina má meðan æfingu stóð. Linda skrifar:

„Í gærmorgun fór 10 ára sonur minn á fótboltaæfingu eins og svo oft áður í sumar. Veðrið var fínt svo hann ákvað að fara á hjóli og allt í góðu með það. Rúmum klukkutíma seinna opnast hurðin heima og hann kemur inn hágrátandi og einhver kona sem ég þekki ekki, með honum. Hann hafði þá dottið á hjólinu og konan hjálpaði honum heim (og er ég mjög þakklát henni). Ég næ strax í blautan þvottapoka til að þurrka alblóðugt andlitið á honum og spyr hann hvað hafi eiginlega komið fyrir. Hann segist hafa verið að hjóla heim og verið að fara niður af gangstétt þegar hann datt bara skyndilega, lenti á andlitinu og hjólið endaði ofan á honum. Ég þurrka á honum andlitið og sé að það þarf að sauma hann. Þegar við erum á leiðinni út í bíl til að fara á slysó segir hann mér að það sé eitthvað að hjólinu sínu, eða dekkinu nánar tiltekið. Ég spyr hann hvort það hafi sprungið á dekkinu og hann dottið við það. Nei sagði hann. Ég skoða hjólið snögglega og sé að það er í „skralli“ að framan og virkaði eins og það hefði bara farið í sundur. Við höldum áfram ferð okkar á slysó þar sem við fengum frábæra þjónustu og milli þess sem ég hughreysti hann fór um í hausnum á mér, hvernig í ósköpunum hjólið gat bara „hrokkið“ í sundur við að fara niður af gangstétt. Ég fékk móral yfir því að hafa ekki verið nógu dugleg að impra á því við drenginn að setja hjólið alltaf inní geymslu á nóttunni, því það eru komnir nokkrir ryðblettir á það. En hugsaði samt líka að þetta væri ekki nema 3ja ára gamalt hjól og það ætti nú ekki að detta bara í sundur útaf nokkrum ryðblettum. Seinna um daginn var farið að skoða hjólið og skoða hvernig í ósköpunum það gat bara dottið í sundur. Allar skrúfur og boltar voru á sínum stað og ekkert beyglað eða brotið. Það var þá sem það rann upp fyrir okkur að dekkið hafði verið losað á hjólinu hans og skrúfum/boltum komið aftur fyrir á sínum stað svo allt liti sem eðlilegast út. Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi, þar sem ég veit að þetta var mikið í gangi fyrir nokkrum árum síðan. Og það er ekki séns að þetta hafi losnað bara að sjálfu sér, því hjólin á heimilinu eru tekin í tjékk reglulega, pumpað í dekk, smurðar keðjur og allt hert sem hægt er að herða og það eru innan við 2 vikur síðan það var gert síðast. Þar að auki ef eitthvað hefði losnað eða brotnað þá myndi sennilega vanta einhverjar skrúfur/bolta en svo er ekki. Það var allt á sínum stað.

Þar sem drengurinn var á hjólinu sínu allan mánudaginn og um kvöldið og hjólaði svo á æfingu þá tel ég líklegt að dekkið hafi verið losað fyrir aftan Reykjaneshöllina á meðan hann var á æfingu. Það eru sem betur fer myndavélar þar og er lögreglan komin í málið.

Hjálmurinn ónýtur

Meginmarkmið skrifa Lindu er ekki að finna sökudólginn þó að gott væri að gera rætt við hann og foreldra hans. Aðaltilgangur Lindu er að brýna foreldra til að ræða um þennan stórhættulega hrekk við börnin sín og fá þau til að skoða hjólin sín vel áður en þau eru notuð.

Sonur Lindu datt á andlitið og er  hjálmurinn ónýtur. Ljóst er að mjög illa hefði farið án hjálmsins. Drengurinn er engu að síður illa slasaður. Hann var saumaður fjögur spor í hökuna og fjórar framtennur losnuðu. Hann er tættur á efrir vörinni að innanverðu og í gómnum og er með mikla áverka á vefjum í munnholi. Einnig miklar blæðingar í kjálka. Hann þarf að vera á fljótandi fæði og getur ekki talað eðlilega. Auk þess er hann marinn og rispaður í andliti og víðar.

 

Sjá nánar á Facebook-síðu Lindu 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu