fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Hraðbankamálið: Segir það ekki næga sönnun að skjólstæðingur hans kunni á gröfu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 11:19

Sveinn Andri Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfur Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í fyrradag í tengslum við rannsókn á ráni hraðbanka Íslandsbanka í Mosfellsbæ á þriðjudagsnótt.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, segir að í kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald hafi skort rökstuddan grun:

„Lögregla getur haft ýmsa menn grunaða um ýmislegt, það eru bara hefðbundin störf löreglu þegar henni berast upplýsingar og símtöl og þar sem um er að ræða einhverjar getgátur. Það er bara eins og það er og þá getur lögregla haft menn grunaða. En til þess að hægt sé að hneppa menn í gæsluvarðhald þá þarf að vera til staðar það sem kallast rökstuddur grunur. Í þessari kröfugerð lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir skjólstæðingi mínum var ekki að sjá að væri til staðar þessi rökstuddi grunur, sem lögin áskilja. Enda kemur í ljós í úrskurðinum að dómari taldi svo ekki vera.“

Sveinn Andri segir að krafan hafi verið byggð á innhringingum til lögreglunnar sem hafi innihaldið sögusagnir, meðal annars um að maðurinn kunni á skurðgröfu. Aðspurður segir Sveinn Andri að skjólstæðingur hans kunni á gröfu. „En það eru líka margir aðrir sem kunna á gröfu, þetta er útbreidd þekking og ekki hægt að slá þessu fram sem sönnunargögnum.“

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun kæra úrskurðinn til Landsréttar. Landsréttur mun kveða upp sinn úrskurð á morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi