Þetta er haft eftir Daða Má í Morgunblaðinu í dag en hann segir að fjárlagavinna sé langt komin og frumvarp verði kynnt strax á fyrsta degi þings eftir sumarfrí.
Daði segir að fjármálaáætlun sem samþykkt var í sumar hafi ekki haft jafn jákvæð áhrif á þróun verðbólguvæntinga og vonast hafði verið til. Verði þessar væntingar viðvarandi þurfi að bregðast við því.
Ein leiðin til að auka aðhald sé sé að draga úr kostnaði.
„Það er auðvitað líka hægt að afla tekna, auk þess sem breytingar á kerfum geta stutt við verðlagsstöðugleika. Við vitum að húsnæðisliðurinn hefur leitt verðbólguþróunina og er stór hluti af væntingunum þar um. Þar er hægt að ná einhverjum árangri sem væri þá til viðbótar við almennt aðhald. Þetta er hlutur sem ég tek mjög alvarlega,“ segir Daði Már meðal annars í Morgunblaðinu þar sem nánar er fjallað um málið.