fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 11:26

Björn Ingi Hrafnsson. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi blaðamaður, telur að erfiðir tímar gætu verið í vændum fyrir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.

Eins og greint var frá í morgun tilkynnti Seðlabankinn að hann hygðist halda stýrivöxtum óbreyttum. Benti Seðlabankinn á í tilkynningu sinni í morgun mikil óvissa sé um verðbólguhorfur og líkur séu á að hún muni aukast á næstu mánuðum.

Sjá einnig: Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Björn Ingi, sem starfar sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, telur að ýmsar áskoranir bíði Kristrúnar.

„Mitt gamalreynda pólitíska nef segir mér að ekkert muni reynast hagfræðingnum Kristrúnu Frostadóttur jafn erfitt viðfangs sem forsætisráðherra og efnahagsmálin,“ segir Björn Ingi í færslu á Facebook og bætir við:

„Að vaxtalækkunarferlið hafi stöðvast á hennar vakt er auðvitað mikið áfall og þvert á allar yfirlýsingar í kosningabaráttunni og nú þegar seðlabankastjóri lætur skína í möguleikann á hækkun vaxta til að snúa verðbólguna niður hlýtur að fara um formann Samfylkingarinnar sem mundaði sleggju til að berja niður vexti og verðbólgu fyrir litlu síðan.“

Björn Ingi bendir á að fram undan séu fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar.

„Þar vegast á gríðarlegar væntingar einstakra ráðherra um útgjöld til sinna hugðarefna og svo það augljósa verkefni fjármálaráðherrans að styðja við Seðlabankann með aðhaldi í ríkisfjármálum. Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana, en í næsta mánuði munu átökin fara fram fyrir opnum tjöldum. Hætt er við að majónesið verði þá fljótt gult í partýinu sem staðið hefur yfir að undanförnu og tónarnir í söng Ingu Sæland taki viðeigandi breytingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram