Maður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni þann 3. febrúar árið 2024.
Árásin átti sér stað í fangaklefa og veittist ákærði að samfanga sínum sem sat á rúmi sínu. Íklæddur skóm sparkaði ákærði ítrekað í höfuð brotaþola með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgu og bjúg vinstra megin á enni og yfir kinn, 8 mm skurð við vinstri augabrún, 15 mm skurð yfir vinstra kinnbeini og blæðingar í húð vinstra megin á henni.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi.