fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 2. ágúst 2025 21:06

Biskupinn vildi fara að sofa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórtónleikar í kirkju í London voru skyndilega stöðvaðir þegar biskup kom æðandi inn á náttslopp og kvartaði yfir hávaðanum. Hann bað söngvarana að yfirgefa kirkjuna hið snarasta.

Fréttastofan Sky News greinir frá þessu.

Tónleikar kórsins The City Academy Voices í kirkju heilags Andrésar í Holborn í vesturhluta London á föstudagskvöld enduðu öðruvísi en flestir áttu von á. Biskupinn kom þá æðandi inn og stöðvaði samkomuna.

Rak alla burt

Upptaka náðist af atvikinu og var henni upphlaðið á samfélagsmiðilinn TikTok. Mikið stuð var í kirkjunni þegar allt í einu mætir Jonathan Baker, biskupinn af Fulham, upp á svið og grípur einn hljóðnemann. Var hann í náttslopp og með úfið hár, augljóslega búinn að ganga til náða og mislíkaði hin háværa tónlist í kirkjunni.

„Þið eruð í húsinu mínu. Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði,“ sagði hinn úrilli biskup við tónleikagestina. „Góða nótt. Þið eruð í mínu húsi, þið getið farið núna. Takk fyrir komuna, þetta er búið.“

Kom þá starfsmaður kirkjunnar og bað gestina að fara og tónlistarfólkið vinsamlegast um að stíga niður af sviðinu. Uppskar starfsmaðurinn þá lítið annað en baul frá ósáttum tónleikagestum.

Þess í stað var hlaðið í síðasta lag kvöldsins, „Dancing Queen, eftir sænsku hljómsveitina ABBA og eins og sjá má á myndbandinu var stuðið ekkert minna en áður. Mætti jafn vel trúa því að kórinn og gestirnir hafi sungið aðeins hærra til þess að stríða biskupnum aðeins fyrir svefninn.

Vanvirðing við kórinn

Einn tónleikagestanna, Benedict Collins, að nafni hélt að þetta hefði allt saman verið eitthvað sviðsett grín. En herra Collins var mættur ásamt tíu ára gamalli dóttur sinni til að njóta tónlistarinnar.

@skynews „You are in my house. Can you leave it now please.“ The City Academy Voices choir were peforming at St Andrew’s in Holborn when they were interrupted by a bishop in his dressing gown. The Bishop of Fulham, Jonathan Baker appeared on stage and demanded that performers and a 300-strong audience leave. A church employee then asked the crowd to leave quietly, attracting boos from the audience. #church #bishop #concert #dressinggown ♬ original sound – Sky News

„Kirkjan er leigð út fyrir viðburði af ýmsu tagi og fær peninga fyrir það,“ sagði Collins gáttaður á þessari uppákomu. „Það getur varla komið þeim á óvart að heyra tónlist í kirkjunni ef þeir taka við pöntunum fyrir tónleika.“

Þá sagði hann biskupinn hafa sýnt kórnum vanvirðingu. En kórinn hefði æft mikið fyrir tónleikana og lagt allt í þá.

„Þau eiga skilið virðingu fyrir þeirra vinnu, ekki vera afskrifuð sem „hræðilegan hávaða.“,“ sagði Collins við Sky. „Fólkið lagði hjarta og sál í þetta. Biskupinn stöðvaði tónleikana miðja og kom í veg fyrir að einsöngvarar, sem höfðu æft sig mikið, fengju að syngja og áhorfendum, fólki af öllum aldri, til að njóta tónlistarinnar allt til enda.“

Baðst afsökunar

Eins og kemur fram í svari biskupsdæmisins þá hefur biskupinn úrilli beðist afsökunar á hegðun sinni.

„Jonathan biskup hafði samband við skipuleggjendur tónleikanna á laugardag til þess að biðjast afsökunar á því að hafa birst seint um kvöld á tónleikunum. Hann áttar sig núna á því að þeir höfðu tafist vegna tæknilegra örðugleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu