fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. ágúst 2025 16:30

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þrátt fyrir hagræðingu og aukna hagkvæmni á bankamarkaði hafi vaxtamunur (þ.e. munurinn á milli innláns- og útlánsvaxta) ekki minnkað heldur fari vaxandi. Lítill munur á vaxtamun bankanna bendi síðan til þess að hér vanti aukna samkeppni á lánamarkaði.

Þetta kemur fram á RÚV.

„Vaxtamunur er á bilinu 3,1% til 3,5% á meðan að á Norðurlöndum þá er hann í kringum 1,6%. Þetta náttúrlega segir sig sjálft að þarna skortir samkeppni á lánamarkaði,“ segir Breki.

Breki segir að stóru viðskiptabankarnir þrír, Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn, hafi haft svigrúm til vaxtalækkana miðað við nýbirt uppgjör þeirra. Á fyrri helmingi ársins jukust hreinar vaxtatekjur þeirra um tæpa níu milljarða á milli ára, eða um meira en 10%.

Breki segir fjármagnskostnað á Íslandi vera gífurlega háan. Velgengni bankanna sé sótt í vasa viðskiptavina þeirra. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket