fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. ágúst 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikhúsgagnrýnandinn þjóðþekkti, Jón Viðar Jónsson, veltir vöngum yfir Evrópumálunum í nýjum Facebook-pistli. Segir hann skotgrafarhernaðinn í umræðunni um ESB minna á kalda stríðið:

„Enn er hér hafinn skotgrafahernaður um sálir landsmanna, svo helst minnir okkur gamalmennin á það sem viðgekkst í kalda stríðinu. Að þessu sinni er það tilhugsunin um aðild að ESB sem á að tvístra þjóðinni.

Nú hef ég enga sérstaka skoðun myndað mér á þessu fremur en margir aðrir. Menning okkar og sú samfélagsgerð sem við búum við er af evrópskum uppruna. Ég vil halda í hana og í allt það góða sem gerir landið okkur byggilegt. Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni. Mér er vissulega dillað þegar ein helsta stjarna Moggans Kolbrún B. kastar handsprengju upp úr skotgröf blaðsins og hún springur framan í þá sem stjórna gröfinni, en ég á bágt með að líta á það sem sérstaka hetjudáð, eins og fyrrum skólabróðir minn, Benedikt Jóhannesson, gerir.“

Þó að Jóni þyki nóg um hatraman málflutning þeirra sem vilja ekki að Ísland gangi í ESB er hann engan veginn sannfærður að Ísland eigi heima þar. Hann spyr hvaða erindi Ísland eigi þangað inn og segir góð rök fyrir því ekki hafa komið fram:

„Ég hef engan sérstakan áhuga á því að láta mig gagnsefjast af látunum í þeim sem líta á ESB sem álíka skrímsli og Sovétríkin, en ég verð að játa að ég er hræddur um að sú geti orðið raunin um marga. Er það etv einmitt það sem hollvinaklúbbur ESB setur vonir sínar á? Í öllu falli þá finnst mér stjórnvöld og fylgismenn þeirra í þessu máli skuldi okkur mun betri skýringar en ég hef heyrt hingað til á því af hverju við ættum að knýja dyra í Brussell, aðrar en þær að það standi í stjórnarsáttmálanum.“

Pistilinn í heild og umræðum um hann má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu