Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka í Þverholti í Mosfellsbæ í nótt og milljónum króna sem í honum voru. Vísir greinir frá. Notuðu þjófarnir gröfu við þjófnaðinn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og ekki eru til upptökur af þjófnaðinum. Atvikið átti sér stað um klukkan fjögur í nótt og notuðu þjófarnir gröfu við verknaðinn.
Tókst þjófunum að hafa hraðbankann í burt með sér og þær milljónir króna sem í honum voru.