fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Flugfarþegar á leið frá Íslandi til vandræða tvo daga í röð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. ágúst 2025 09:14

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél á leið frá Keflavík til Kaupmannahafnar var lent í Bergen í Noregi í gærkvöldi vegna farþega sem var út úr heiminum vegna drykkju.

Þetta kemur fram á vef Extra Bladet í Danmörku.

„Viðkomandi var of drukkinn til að geta séð um sig sjálfur og var hann látinn sofa úr sér í fangaklefa,“ segir lögreglufulltrúinn Tore-Andre Brakstad í samtali við NTB.

Ekki liggur fyrir hvort einstaklingurinn hafi sýnt af sér ógnandi eða ofbeldisfulla hegðun. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um þjóðerni viðkomandi en viðkomandi mun hafa ferðast með Icelandair.

Þetta var annar dagurinn í röð þar sem farþegar á leið frá Íslandi voru til vandræða með þeim afleiðingum að beina þurfti flugferðum til Noregs.

Á laugardag var vél á leið frá Keflavík til Búdapest lent í Stavanger vegna tveggja manna á fimmtugs- og sextugsaldri sem sýndu af sér ógnandi hegðun. Mennirnir voru færðir í fangaklefa og samkvæmt frétt Extra Bladet voru þeir sektaðir um 15.000 norskar krónur, eða 180 þúsund íslenskar krónur.

Í frétt Stavanger Aftenblad kemur fram að mennirnir gætu þurft að bera kostnaðinn af millilendingunni, en upphæðin nemur rúmri milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar