fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. ágúst 2025 16:23

Björg Magnúsdóttir. Mynd: Saga Sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir er loksins að fá leikskólapláss í höfuðborginni fyrir son sinn sem brátt verður þriggja ára gamall. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún ferlið langdregið, ótraust og kvíðvaldandi og að hún eigi erfitt með að skilja hvernig foreldrar með lítið eða ekkert bakland geti látið dæmið ganga upp.

Rímar illa við 20 mínútna hverfispælingu

„Það eru nokkur atriði sem sitja í mér. Í fyrsta lagi finnst mér léleg þjónusta að börn komist inn á hverfisleikskóla tæplega þriggja ára. Borgarstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að börnum 18 mánaða og eldri hafi verið boðin vist fyrir þennan veturinn en smáa letrið er það að margir foreldrar þurfa að keyra bæjarhluta á milli fyrir sín leikskólapláss. Það gengur ekki upp hjá öllum að annað foreldri sé fast í bíl á annatíma kvölds og morgna að keyra og sækja – og rímar alveg sérstaklega illa við 20 mínútna hverfispælinguna hjá Reykjavíkurborg, þ.e. að fólk eigi að geta sótt alla helstu þjónustu í 20 mínútna göngufjarlægð frá heimili. Á hinn bóginn er 20 mínútna hverfispælingin lykilforsenda þess að almenningssamgöngur virki, þ.e. að hverfin séu sterk með allt það helsta innan seilingar þannig að fólk þurfi ekki að nota einkabílinn í allt sitt snatterí,“ skrifar Björg.

Þá séu tímasetningarnar eitthvað sem mætti endurskoða.

„Aðlögun í leikskóla hefst síðustu vikuna í ágúst þegar bæði grunn- og framhaldsskólar eru byrjaðir. Tilraunaverkefnið Fyrr í frístund hefur verið prófað hjá einhverjum sveitarfélögum þ.m.t. Reykjavíkurborg, þ.e. þá byrja 1. bekkingar í frístundastarfi í grunnskólum beint eftir Verslunarmannahelgi og búa þannig til pláss í leikskólum til þess að aðlögun geti hafist fyrr. Meikar jafn lítið sens að vera á leið í grunnskóla en taka þrjár vikur í ágúst í leikskóla einsog að vera að byrja í leikskóla en taka þrjár vikur hjá dagforeldrum fyrst. Þessi einstaka breyting myndi í það minnsta senda þau skilaboð að verið sé að skipuleggja heildardagatalið með þarfir fjölskyldna í huga,“ skrifar Björg.

Getur ekki gefið ferlinu háa einkunn

Hún bendir á að ágætt sé að hafa í huga að rekstur leikskóla sé ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó að þau hafi tekið hið mikilvæga verkefni upp á sína arma.
„Í því ljósi eigum að gera þá kröfu að þau geri það vel og forgangsraði fjármagni og mannafla til þess að svo sé. Sem foreldri sem er að reyna að lifa daginn af get ég því miður ekki gefið þessu ferli háa einkunn. Það er kvíðavaldandi, ótraust og langdregið að bíða og vonast eftir leikskólaplássi í Reykjavík og allt þetta ferli býr til álag og leiðindi. Verður mygla á okkar leikskóla næsta vetur, hvort foreldrið á að hætta fyrr til að sækja í dag? Er þinn eða minn fundur í fyrramálið mikilvægari? Setti ég vitlausan leikskóla númer eitt á listann? Ætti ég að flytja út í sveit þar sem ég get treyst á að fá leikskólapláss? Er einhver að spá í heildarmyndina? Finnst fólki skrýtið að barneignir dragist saman þegar kerfið sem tekur við er einsog það er?
Að því sögðu efast ég ekki um að við verðum ánægð með starfið í leikskólanum þegar á hólminn er komið en þessi langa leið inn hefur verið súr,“ skrifar fjölmiðlakonan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“