fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. ágúst 2025 17:30

Leikskólinn Múlaborg við Ármúla í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla fundaði með foreldrum nemenda á Múlaborg og starfsfólki skólans í dag. RÚV greindi frá.

Ungur starfsmaður á leikskólanum situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni sem er nemandi við leikskólann. Maðurinn er sagður hafa játað brotið í yfirheyrslu lögreglu.

Samkvæmt heimildum RÚV hafa foreldrar fengið þær upplýsingar að ekkert bendi til þess að maðurinn hafi misnotað fleiri börn á leikskólanum. Í fréttinni segir: „Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa foreldrar fengið þær upplýsingar að ekkert bendi til annars en að atvikið sé einstakt tilfelli. Maðurinn hefur þó starfað í leikskólanum í nokkurn tíma og á fleiri en einni deild.“

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rennur út á miðvikudag.

Sjá einnig: Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“