fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Pressan
Sunnudaginn 17. ágúst 2025 10:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og sex ára gömul kona hefur verið handtekin í tenglsum við lát manns eftir að illa brennt lík hans fannst inn í sendibíl í kjölfar húsbruna í Telde á Gran Canaria.

Atvikin áttu sér stað á aðfaranótt þriðjudags en um tvöleytið fékk lögregla útkall vegna bruna í íbúðarhúsnæði. Lögreglumenn sem komu fyrstir á vettvang notuðu slökkvitæki til að halda aftur af eldslogum áður en slökkvilið mætti á vettvang og náði tökum á eldinum.

Á meðan aðgerðum stóð greindu vitni lögreglu frá því að 67 ára gamall maður svæfi vanalega í sendibíl á lóðinni, en einnig var kviknað í bílnum. Því miður var maðurinn sofandi í sendibílnum og lét lífið.

Konan sem er í haldi lögreglu vegna málsins var handtekin eftir að vitni greindu frá því að hún hefði hótað því að kveikja í eigum fólks á svæðinu. Liggur hún nú undir grun um að hafa bæði kveikt í og verið valdur að dauða mannsins. Rannsókn málsins heldur áfram en hún miðar að því að fá úr því skorið hvort lát mannsins stafi af ásetningi eða gáleysi.

Sjá nánar á Canarian Weekly.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur